Upplausn?

Hvernig er það er ekki allt búið að vera í upplausn?Hvernig væri að þá að taka á málunum og gera eitthvað af viti Steingrímur J Sigfússon?
mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekja og hroki

Voru ekki Danir alsælir á meðan þeir héldu að þeir myndu hafa eitthvað útúr því,
mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefið á meðan ég æli

Þetta unga fólk okkar í dag á sér ekki viðreisnarvon,ég kalla það ungt fólk sem sjáanlega er undir fertugu eða þar um bil.Ég var að hlusta á útvarpið í dag sem er ekki í frásögur færandi nema þar var verið að tala við unglinga að mér heyrðist á miðað við orðaforða og skilning á umræðuefninu á aldrinum 12-15 eða eitthvað svoleiðis.Þau virtust vera skörp og vel inni í málunum  sem voru um ofbeldi við börn. Eitt þeirra heyrðist mér kalla það  ofbeldi ef það fengi ekki að tala eins og því sýndist og þegar því sýndist og svo fóru þau fram á það í lokin að það væri komið fram og talað við þau eins og fullorðið fólk eða annað fólk.Flott hjá þeim.Í kvöld var ég að horfa á Hrafnaþing og einn aðalútrásarsnillinginn okkar,hann Jón Ásgeir var þar aðalpersónan sem benti mér eiginlega á að ég hafi hitt Guð og meira að segja tekið í höndina á honum ,þessa bláu ef það skyldi fara á milli mála.En ég kem að því síðar nú ætla ég að tala um prest og lækni sem sátu að spjalli við sálfræðing sem öll gætu verið undir fimmtugu.Þarna í þessum þætti  sem var næst á eftir Hrafnaþingi var virkilega talað um að við foreldrar barna og unglinga ættum ekki að koma fram við þau eins og annað viti borið fólk.Presturinn var að segja frá barni sem vissi ekki hvað það þýddi að vera gjaldþrota og mér fannst eins og hann væri að brýna fyrir foreldrum að gæta orða sinna svo það skaði ekki börnin.Hverjir hafa einkaleyfi á því að vita hvað það þýðir að vera gjaldþrota?Við fullorðna fólkið?Nei segi ég,ef fólk  hugsar rökrétt þá ætti méira að segja að kenna börnum frá fyrstu bekkjum grunnskóla um fjármál.Þá væru kannski ekki svona margir fjármálasnilligar að þvælast hver fyrir öðrum og okkur öllum hinum sem ekki erum neinir snillingar.Þau myndu síast úr sem ekki hefðu getu eða áhuga,en þessi þarna útrásasnilliga kynslóðin sem allt veit kann getur og skilur og vill helst vefja börn og unglinga inn í silki .Nei nú langar mig til að æla bara við tilhugsunina um ofverndun barna.Þau eiga helst að vera einhverjar puntudúkkur sem ekkert vita kunna eða skilja.Það er annað hvort í ökkla eða eyra.Ég á sjálf 3 uppkomin börn og það hefur alveg örugglega ekki skaðað þau hvorki að vinna erfiðisvinnu né að heyra fólk tala um gjaldþrot og allt milli himins og jarðar þess vegna.Það fer nú svo líka eftir aldri og þroska viðkomandi barns hvað fólk ræðir í viðurvist þess.Það má ekki koma fram við ungana eins og einhverja víðáttuvitleysinga þau eru líka fólk með vit og ,skoðanir eins og eitt þeirra orðaði snyrtilega í fyrrgreindum útvarpsþætti í dag.Svo ég komi nú aftur að Jóni Ásgeiri í Hrafnaþingi,þá hélt hann því eiginlega staðfastlega fram að hann væri í þessum fjármálahremmingum vegna Davíðs Oddssonar,þetta er svo fyndið að það hálfa væri nóg.Nú spyr ég er Davíð Oddson Guð almáttugur eða hvað? Mér finnst það einhvernvegin á máli Jóns Ásg að svo hljóti að vera,hann hlýtur að hafa notað sína stóru sterku bláu hönd.Tekið allann fjármálaheiminn í bláu krumluna og hrist upp í honum og þess vegna er þessi kreppa að hrella okkur núna,en ef hugsað er rökrétt þá er þessi sama kreppa að hrella alla heimsbyggðina því hlýtur Davíð að vera guð  og skekið allan heiminn ég fer ekki ofan af því.Ef þessir fjármálasnillingar okkar myndu nú selja allar eigur sínar hérlendi sem erlendis sem ég veit samkvæmt fréttum í blöðum og ljósvakamiðlum að eru uppá mörg hundruð milljarða og láta það ganga uppí óráðsiuskuldir til að létta greiðslubyrðina á komandi kynslóðum þá mun ég með glöðu geði taka á mig byrðar líka til að hjálpa til.Það er alltaf verið að tönglast á því að það eigi að draga þennan eða hinn til ábyrgðar,allt í lagi með það en hvað á að gera við þá?Afhausa þá eða hvað?Nei það er ekkert sem hægt er að gera,sýna stillingu hugsa  og krefjast svara frá okkar stjórnvöldum þá komumst við einhverntíman að  niðurstöðu um hvað fór úrskeiðis og hvernig við mögulega gætum lagfært eitthvað.Nú er ég alvarlega að hugsa um að horfa aftur á Hrafnaþing Jóns Ásgeirs,það var mikil skemmtun.

Snillingarnir okkar

Það er alveg sama hve mikið við börmum okkur yfir ástandinu í þjóðfélaginu í dag þá vil ég meina að það sé okkur sjálfum um að kenna og engum öðrum.Við framleiddum þessa snillinga þessa ofurmenntuðu fjármálamógúla með allar sínar Háskólagráður á fjármálasviði.Ég held að það sé okkur foreldrum sem erum á aldrinum xxxx sem eiga börn á þessum aldri sem eru 30-50 ára um að kenna.Ekki allir takið eftir! en flest okkar hafa hampað þeim og notað orð eins og snillingar og enginn sé þeim fremri í menntun og dugnaði,þau hafa verið eins og einhverjir guðir í okkar augum,meira að segja forsetans og stærsta hluta ríkisstjórnarinnar.En nú langar mig að vita hvaða menntun þetta lið hefur í raun.Hvaða vinnu hefur það stundað utan fjármálageirans,landbúnaðarstörf fiskvinnslu,sjómennsku eða grafið skurði?Alveg örugglega ekki.Mín skoðun er sú að þau hafi setið á skólabekk í ca20 ár og lært en það er sko ekki það sama og menntun,því menntun er það sem situr eftir í kollinum þegar námi er lokið og verður þar.Það er alveg sama þó menn séu með fimm eða fleiri Háskólagráður ef þeir hafa aldrei stundað hinn almenna vinnumarkað innanum sauðsvartan almúgan þá vita þeir andskotann ekki neitt...Jú kanski hvernig á að fá námslán og fá aur hjá foreldrunum og búa hjá foreldrunum sum hver eins og Ítalirnir heima hjá mömmu og pabba fram að fertugu meira að segja með fjölskyldu.Svo er nú eitt það eru bankastofnanirnar okkar,best að segja sem voru,en verða vonandi ekki eftir endurreisnina.Þegar mín yngsta dóttir fermdist var okkur eindregið ráðlagt af okkar banka að setja peningana sem hún fékk í fermingargjöf í svokölluð peningabréf,þau gæfu mestu ávöxtunina og væru verðtryggð og alveg 100% örugg.Auðvitað af því ég er hvorki lærð eða menntuð að landsmælikvarða þá sló ég til,síðan hef ég ekki hugsað um þessa peninga þeir voru öruggir.Ekki fyrir mjög löngu síðan hringdi þessi sami banki í mig og bauð mér að leggja fyrir mánaðarlega á þessi líka fínu og öruggu peningabréf.Jú jú viti menn hún ég sló til eina ferðina enn,hvað skyldi hafa ráðið því kanski að ég vildi eiga smá sparnað og að peningarnir væru öruggir og gæfu mikla ávöxtun (græðgin kom upp)bara að láta taka svo og svo mikið í hverjum mánuði af reikningnum mínum.Hvar eru þessir aurar mínir nú?Þar sannast það forkveðna.Margur verður af aurum api.Það á við um mig og bara gott á mig að láta plata mig svona,að láta bankastarfsmenn taka sig í þurrt og ósmurt bara mitt mál  og engum um að kenna svo ég er hætt þessu væli hér með ...Punktur

 


Um bloggið

Birna Jensdóttir

Höfundur

Birna Jensdóttir
Birna Jensdóttir
Er að verða amma :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband